fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Maður „klæddur eins og gömul kona“ í hjólastól réðst með köku á eitt frægasta málverk sögunnar

Pressan
Mánudaginn 30. maí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndskeið frá listasafninu fræga, Louvre í París, sýnir hvernig maður með varalit og hárkollu biðlar til fólks að „hugsa um plánetuna“ rétt eftir að hafa ráðist að einu frægasta málverki sögunnar, Monu Lisu eftir Leonardo DaVinci.

Vitni á staðnum segja að árásarmaðurinn hafi verið „klæddur eins og gömul kona“ og hann hafi stokkið á fætur úr hjólastól á Louvre-safninu og í kjölfarið reynt að brjóta glerhlífina sem verndar verkið fræga.

Eitt vitnanna segir að maðurinn hafi síðan makað köku á glerið og svo kastað rósum út um allt áður en öryggisverðir höfðu hendur í hári hans.

Annað myndskeið sýnir grunaða árásarmanninn segja viðstöddum á frönsku: „Hugsið um plánetuna…. fólk er að tortíma plánetunni, hugsið um það. Þess vegna gerði ég þetta.“

Öryggisverðir fylgdu svo manninum út en óljóst er enn hvort hann verði kærður fyrir atvikið.

Ekki er talið að málverkið hafi orðið fyrir skaða.

Frétt Sky

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi