fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

2,2 milljónir Norður-Kóreubúa glíma við „dularfullan hita“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 07:58

Yfirvöld segjast hafa náð stjórn á faraldrinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóresk stjórnvöld eru þekkt fyrir að vilja ganga mjög langt til að viðhalda þeirri þeirri mýtu að þau geri aldrei mistök. Það kom því nokkuð á óvart þegar Kim Jong-un, einræðisherra, birtist nýlega á sjónvarpsskjáum landsmanna með ljósbláa andlitsgrímu og viðurkenndi að fyrsta tilfelli kórónuveirusmits hefði greinst í landinu.

Allt frá því að heimsfaraldurinn braust út í upphafi árs 2020 hafa norðurkóresk stjórnvöld haldið því fram að engin smit hafi greinst þar í landi. En nú er veiran komin til þessa harðlokaða einræðisríkis og ríkisfjölmiðlar, það eru auðvitað engir frjálsir fjölmiðlar í landinu, segja stöðuna „alvarlega“.

Í kjölfar játningar Kim Jong-un á að veiran væri komin til landsins fóru fjölmiðlar að flytja fréttir af stöðu mála. Þar er almennt talað um „hitasjúkdóm“ af óþekktum uppruna sem hafi breiðst út síðan í lok apríl. Eru tæplega 200.000 manns sagðir hafa fengið meðferð við honum. Að minnsta kosti 65 eru sagðir hafa látist en aðeins hefur verið staðfest að eitt af þessum dauðsföllum sé af völdum COVID-19.

Samkvæmt nýjustu tölum frá norðurkóreskum yfirvöldum þá hafa um 2,2 milljónir landsmanna veikst. Einnig segja þau að „góður árangur“ hafi náðst í baráttunni við veiruna. Um 26 milljónir búa í landinu.

Erlendir sérfræðingar óttast að yfirvöld skýri ekki rétt frá tölum varðandi fjölda látinna til að fegra eigin ímynd og láta líta út fyrir að þeim hafi tekist vel upp í baráttunni við faraldurinn. Óttast sumir að tugir þúsunda geti látist af völdum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld