fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Sjaldgæfur sjúkdómur breiðist út í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 05:36

Svona líta blöðrur af völdum mpox út. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að átta manns í Madrid, höfuðborg Spánar, séu smitaðir af apabólu. Nokkur tilfelli hafa verið staðfest í Bretlandi og Portúgal.

El País skýrir frá þessu. Fram kemur að enn sé beðið eftir niðurstöðu sýnatöku hjá fólkinu í Madrid.

Á laugardaginn voru þrjú tilfelli skráð í Bretlandi en þar komu fyrstu tilfellin í Evrópu upp. Síðan hafa sex tilfelli bæst við að sögn heilbrigðisyfirvalda. Þar í landi eru flestir hinna smituðu karlar sem stunda kynlíf með körlum. Susan Hopkins, aðalráðgjafi hjá heilbrigðisyfirvöldum, hvetur karla, sérstaklega samkynhneigða og tvíkynhneigða, til að vera á varðbergi vegna óvenjulegra útbrota eða áverka og hafa strax samband við heilbrigðisyfirvöld ef þeir verða varir við slíkt.

El País segir að þrjú tilfelli hafi verið staðfest í Portúgal og beðið sé eftir niðurstöðu sýnatöku úr fleiri sem eru taldir vera smitaðir.

Bresk heilbrigðisyfirvöld segja að veiran, apabóluveira, smitist við náin samskipti. Flestir fá væg einkenni og jafna sig á nokkrum vikum. En í sumum tilfellum getur verið um alvarleg veikindi að ræða.

Auk þess að greinast í Evrópu hefur apabóla greinst í Bandaríkjunum.

Fyrstu sjúkdómseinkennin eru oft hiti, höfuðverkur, beinverkir, kuldahrollur og þreyta. Síðan geta komið útbrot með blöðrum og láta þau oft fyrst á sér kræla í andlitinu. Síðan breiðast þau út um líkamann. Útbrotin fara í gegnum mismunandi stig og verða að lokum að einhverskonar hrúðri sem dettur af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum