fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Japanir „prófa“ að hleypa ferðamönnum inn í landið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 08:00

Frá Tókýó. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska ferðamálastofnunin tilkynnti í gær að nú í maí verði byrjað að hleypa litlum hópum ferðamanna inn í landið. Það er hluti af því að „prófa“ hvernig er hægt að takast á við straum ferðamanna til landsins með tilliti til heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ferðamannastofnunin sagði að tilraunin verði notuð til að leggja mat á heilbrigðis- og öryggismál og hvernig á að takast á við COVID-19 hjá ferðamönnum.

Til stóð að hefja þessa „prófun“ í lok síðasta árs en henni var frestað vegna hertra ráðstafana á landamærunum vegna Ómíkronafbrigðis veirunnar. Nú verður opnað fyrir komu þríbólusettra ferðamanna frá Ástralíu, Singapúr, Taílandi og Bandaríkjunum.

Ferðamálastofnunin mun koma að skipulagningu ferðanna í samvinnu við ferðaskrifstofur.

Vaxandi þrýstingur hefur verið bæði innanlands og utan á stjórnvöld um að opna landamærin.

Samkvæmt núgildandi reglum mega 10.000 manns koma til landsins á sólarhring en almennir ferðamenn mega ekki koma. Það eru japanskir ríkisborgarar, íbúar í landinu, vísindamenn, námsmenn og kaupsýslumenn sem mega koma. Sumir þurfa að fara í sóttkví við komuna en það fer eftir frá hvaða landi þeir koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni