fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 08:00

Yfirvöld segjast hafa náð stjórn á faraldrinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á örskömmum tíma fór Norður-Kórea úr því að vera algjörlega laus við kórónuveiruna, að minnsta kosti að sögn yfirvalda, upp í eina milljón tilfella. Landið er illa í stakk búið til að takast á við kórónuveirufaraldur. Það er harðlokað fyrir umheiminum og heilbrigðiskerfið er í lamasessi, mikill skortur er á lyfjum og lækningabúnaði. Einnig er mikill matarskortur og skortur á helstu nauðsynjum.

Kim Jong-un, einræðisherra, hefur sagt að faraldurinn sé „miklar hamfarir“. Hann hefur kallað herinn til starfa í baráttunni gegn veirunni og yfirvöld hafa einnig gripið til þess bragðs að koma með vafasamar ráðleggingar til landsmanna.

Enginn hefur verið bólusettur gegn veirunni í landinu því yfirvöld afþökkuðu að fá bóluefni frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, Kína og Bandaríkjunum þegar það stóð til boða.

Landið glímir því við að að íbúarnir eru ekki bólusettir, lítil geta er til sýnatöku og mikill lyfjaskortur. Poonam Khetrapal Singh, svæðisstjóri WHO í Suðaustur-asíu, segir að þar sem bólusetningar séu ekki hafnar í landinu sé hætta á að veiran dreifi sér mjög hratt meðal landsmanna.

Í gær kynnti Kim Hyong, varaheilbrigðisráðherra, síðan viðbragðsstefnu stjórnvalda vegna faraldursins. Meðal þeirra ráða sem almenningi eru veitt er að skola munn og háls með saltvatni og drekka geitatoppste þrisvar á dag. Einnig er mælt með notkun verkjalyfja ef fólk er með hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds