fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Fjórði bóluefnaskammturinn veitir meiri vörn en sá þriðji

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 17:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að fjórði skammtur bóluefnis gegn COVID-19 valdi því að meira myndist af mótefnum gegn kórónuveirunni en eftir þriðja skammtinn. En niðurstöðurnar benda einnig til að lítill fjöldi fólks geti náð „þakinu“ hvað varðar þá vernd sem það getur fengið með fjórða skammtinum.

Sky News segir að vísindamenn við University of Southampton hafi fylgst með fólki og mælt magn mótefna og T-fruma í því en hvoru tveggja sýnir hversu mikla vörn hver og einn hefur gegn veirum.

166 manns tóku þátt í rannsókninni og létu blóðsýni í té. Vísindamennirnir gátu því mælt magn mótefna í blóðinu.

Mælingarnar fóru fram á ýmsum tímum, til dæmis 28 dögum eftir þriðja skammtinn, skömmu áður en fjórði skammturinn var gefinn en það var að meðaltali 200 dögum eftir þriðja skammtinn. Síðan var mælt 14 dögum eftir fjórða skammtinn. Magn mótefna minnkaði á milli þriðja og fjórða skammtsins. 14 dögum eftir fjórða skammtinn jókst það og varð hærra en það náði að verða eftir þriðja skammtinn.

Tólf til sextán sinnum meira magn mótefnis mældist í blóði þátttakendanna 14 dögum eftir fjórða skammtinn en daginn sem þeir fengu hann.

Rannsóknin hefur verið birt í The Lancet Infectious Disease journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds