Lögreglumenn fóru að kanna aðstæður á vettvangi og fundu þá lík, sem var búið að pakka inn í ruslapoka, í holu í garðinum. Var ljóst að holan var ný. Líkið reyndist vera af Patricia Dent, 65 ára, sem var unnusta McKinnon. Sky News skýrir frá þessu.
Fram kemur að krufning hafi leitt í ljós að Dent hafði verið kyrkt. Nágrannar sögðust hafa séð McKinnon grafa holu í garðinum daginn áður en hann lést.
Krufning á líki hans leiddi í ljós að hann lést af völdum hjartaáfalls.
Lögreglan segir að svo virðist sem McKinnon hafi næstum verið búinn að moka yfir líkið í gröfinni þegar hann lagði skófluna frá sér, gekk á brott og fékk hjartaáfall.