fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Strokufanginn og fangavörðurinn náðust í nótt – Fangavörðurinn lést skömmu síðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 05:32

Visky og Casey. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tíu daga voru morðinginn Casey White og fangavörðurinn Vicky White á flótta undan laganna vörðum. Í nótt, að íslenskum tíma, barst lögreglunni ábending um að þau væru í bíl á bílastæði í Evansville í Indiana. Eftir skamma eftirför endaði bíll þeirra ofan í skurði.

Þegar lögreglumenn komu að bílnum sat Vicky, 56 ára, undir stýri og var með skotsár á höfði. Casey, 38 ára, sat í farþegasætinu og var með minniháttar áverka eftir útafaksturinn.

CNN segir að Casey hafi sagt að Vicky hafi skotið sjálfa sig í höfuðið. Dave Wedding, lögreglustjóri, sagði að frásögn Casey „virðist vera rétt“ og að hún hafi líklega skotið sig þegar bíllinn var kominn ofan í skurðinn.

Vicky var strax flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af völdum áverka sinna.

Vicky og Casey létu sig hverfa þegar verið var að flytja Casey fyrir dómara í Florence í Alabama. Vicky sagði samstarfsfólki sínu að Casey ætti að fara í geðrannsókn en það var ekki rétt og þau létu sig hverfa. Mikil leit hófst í kjölfarið og lauk henni í nótt.

Talið er að þau hafi átt í ástarsambandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn