fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Strokufanginn og fangavörðurinn náðust í nótt – Fangavörðurinn lést skömmu síðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 05:32

Visky og Casey. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tíu daga voru morðinginn Casey White og fangavörðurinn Vicky White á flótta undan laganna vörðum. Í nótt, að íslenskum tíma, barst lögreglunni ábending um að þau væru í bíl á bílastæði í Evansville í Indiana. Eftir skamma eftirför endaði bíll þeirra ofan í skurði.

Þegar lögreglumenn komu að bílnum sat Vicky, 56 ára, undir stýri og var með skotsár á höfði. Casey, 38 ára, sat í farþegasætinu og var með minniháttar áverka eftir útafaksturinn.

CNN segir að Casey hafi sagt að Vicky hafi skotið sjálfa sig í höfuðið. Dave Wedding, lögreglustjóri, sagði að frásögn Casey „virðist vera rétt“ og að hún hafi líklega skotið sig þegar bíllinn var kominn ofan í skurðinn.

Vicky var strax flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af völdum áverka sinna.

Vicky og Casey létu sig hverfa þegar verið var að flytja Casey fyrir dómara í Florence í Alabama. Vicky sagði samstarfsfólki sínu að Casey ætti að fara í geðrannsókn en það var ekki rétt og þau létu sig hverfa. Mikil leit hófst í kjölfarið og lauk henni í nótt.

Talið er að þau hafi átt í ástarsambandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?