fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Sjötugur bóndi endaði blóðugur á bráðamóttöku eftir grjótkast

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. maí 2022 18:30

Christopher Pine - Mynd/Jane Pine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Pine, 70 ára gamall bóndi frá Englandi, var að plægja akur á dögunum þegar maður með hund kom upp að honum. Maðurinn með hundinn kvaðst vera ósáttur með vinnu bóndans og sagði að hann væri að plægja yfir göngustíginn á akrinum. Í kjölfar þess tók maðurinn upp mold og kastaði í átt að bóndanum.

„Hann ögraði honum ekki neitt, þessi maður kastaði mold í hann þegar hann keyrði framhjá,“ segir Jane Pine, eiginkona bóndans, í samtali við Somerset Live.

„Hann [Christopher] nam þá staðar og spurði hvað vandamál þessa manns væri, hvers vegna hann gerði þetta. Þá sagði maðurinn honum að plægja ekki yfir göngustíginn en hann var auðvitað ekki að gera það – hann gerir alla vinnuna sína 100% eins og hann á að gera hana. Við erum að leigja akurinn svo við erum í rauninni mun varkárarri fyrir vikið.“

Ljóst er að manninum fannst moldarkastið ekki nægja því eftir þessi stuttu orðaskipti  tók hann upp stein og kastaði í bóndann. Steinninn endaði í höfðinu á Christopher með þeim afleiðingum að hann fékk gat við vinstra eyrað sitt. Það fossblæddi úr höfði hans og fór hann því upp á bráðamóttöku. Þar fékk hann nokkur spor samkvæmt eiginkonu hans.

„Hann kastaði steininum í höfuð eiginmanns míns og hljóp síðan í burtu,“ segir Jane og vekur athygli á því hve litlu munaði að verr færi. „Ef eiginmaður minn hefði verið að horfa um 5 sentimetra í hina áttina þá hefði hann misst augað sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Í gær

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest