fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Ný rannsókn – Undirstöðuefni lífsins komu hugsanlega utan úr geimnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. maí 2022 22:00

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig varð líf til hér á jörðinni? Þetta er hugsanlega ein af stærstu spurningunum sem við glímum við. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að hugsanlega hafi undirstöðuefni lífsins komið utan úr geimnum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications en það voru japanskir vísindamenn sem gerðu hana. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að loftsteinar hafi hugsanlega borið undirstöðuefni lífsins til jarðarinnar. Þeir rannsökuðu fjóra loftsteina og fundu mikilvæg efni, til myndunar lífs, í þeim.

Þrír af loftsteinunum innihalda mikið af kolefnissamböndum. Þetta eru Murhcisonloftsteinninn sem lenti í Ástralíu 1969, Murrayloftsteinninn sem lenti í Bandaríkjunum 1950 og Tagish Lakeloftsteinninn sem lenti í Kanada 2000.

Vísindamennirnir telja loftsteinana vera svipað gamla og hafi hugsanlega myndast áður en sólkerfið okkar myndaðist fyrir um 4,6 milljörðum ára.

Í loftsteinunum fundust efni sem eru nauðsynleg til að mynda DNA og RNA.

Yashuhiro Oba, hjá Hokkaido háskólanum, segir þetta merka uppgötvun. Í fréttatilkynningu er haft eftir honum að þetta þýði að hugsanlega hafi þessi efni borist hingað til jarðarinnar áður en líf varð til. Þessi efni hafi getað átt hlut að máli varðandi tilurð erfðafræðilegrar virkni.

Til að fá betri svör verða sýni úr loftsteinunum Ryugu og Bennu nú rannsökuð en en sýni úr þeim voru tekin úti í geimnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim