fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Alvarleg COVID-19-veikindi geta valdið miklum skaða á heilanum – Svarar til 20 ára öldrunar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. maí 2022 15:30

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mjög líklegt að sumt af þessu fólki muni aldrei ná sér að fullu,“ segir David Menon, prófessor, um þá 400.000 Breta sem hafa náð sér af erfiðum COVID-19-veikindum að mestu en þó ekki alveg. Margir úr þessum hópi glíma við skerta hugræna getu í kjölfar veikindanna.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að þetta fólk hefur orðið fyrir samskonar skerðingu á hugrænni getu og fólk verður fyrir á aldrinum 50 til 70 ára. COVID-19-veikindin hafa sem sagt haft sömu áhrif á hugræna getu og venjulega gerist á 20 ára tímabili öldrunar. Sky News skýrir frá þessu.

Það voru vísindamenn við University of Cambridge og Imperial College London sem rannsökuðu þetta. niðurstöður þeirra benda til að hægt sé að finna ummerki um COVID-19-sýkingu rúmlega sex mánuðum eftir veikindi og að bati á hugrænni getu fólks sé í besta falli hægur og að fólk, sem fékk mild sjúkdómseinkenni, geti líka orðið fyrir áhrifum af þessu.

Fram kemur að vaxandi vísbendingar séu um að COVID-19 valdi varanlegri skerðingu á hugrænni getu fólks og andlegum vandamálum. Fólk sem nái sér af veikindum glími við margvísleg sjúkdómseinkenni mörgum mánuðum eftir að það sýktist. Meðal þessara einkenna eru „þreyta“, „heilaþoka“ erfiðleikar við að muna orð, svefntruflanir, kvíði og jafnvel áfallastreituröskun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru