fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

Svona ætla vísindamenn að leiðbeina geimverum til jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. maí 2022 22:00

Hafa geimverur virkilega banað fólki?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir telja að vitsmunaverur séu til á öðrum plánetum og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær við komumst í samband við þær. Nú ætlar alþjóðlegur hópur vísindamanna að reyna að auðvelda geimverum að rata hingað til jarðarinnar. Þeir ætla að senda útvarpsmerki út í geiminn með upplýsingum um staðsetningu jarðarinnar og um okkur mannkynið.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að skilaboðin verði byggð upp á grundvallaratriðum stærðfræði og eðlisfræði en vísindamennirnir vonast til að hugsanlegir móttakendur skilaboðanna geti lesið úr slíkum upplýsingum, þær séu einhverskonar alheimstungumál.

Skilaboðin munu einnig innihalda upplýsingar um staðsetningu jarðarinnar og um líffræðilega samsetningu lífs á jörðinni, þar á meðal um DNA okkar mannanna.

Skilaboðin eru nefnd „Beacon in the Galaxy“ og er ætlunin að senda þau í átt að hjarta Vetrarbrautarinnar en þar telja vísindamenn mestar líkur á að finna líf.

Hinn heimsþekkti eðlisfræðingur Stephen Hawking, sem var sannfærður um að vitsmunalíf þrífist utan jarðarinnar, var algjörlega mótfallinn því að reynt yrði að hafa samband við vitsmunaverur utan jarðarinnar. Hann rökstuddi þessa afstöðu sína með því að vísa í það þegar Kólumbus kom til Ameríku en „það endaði ekki vel“ að hans mati.

Vísindamennirnir, sem standa að Beacon in the Galaxy, eru hins vegar mun bjartsýnni. Þeir telja að þróaðar vitsmunaverur muni mjög líklega átta sig á hversu verðmætt það er að halda friðinn og starfa saman og að við getum lært mikið af þeim.

Áður en skilaboðin verða send verður að endurbæta nokkur af stærstu útvarpsloftnetunum okkar til að þau geti sent nægilega öflug merki til heima í órafjarlægð.

Það eru um 26.000 ljósár frá jörðinni til miðju Vetrarbrautarinnar og það er sá tími sem það mun taka skilaboðin að ná alla leið inn að miðjunni.

Núverandi kynslóðir munu því ekki lifa það af að upplifa þá stund að svar berst hugsanlega og raunar verða margar kynslóðir manna horfnar á vit feðra sinna áður en hugsanlegt svar berst og raunar spurning hvort mannkynið verði enn til þegar og ef sú stund rennur upp að svar berist eða geimverur komi í heimsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans