fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Falinn fjársjóður fannst í geymslurýminu – Gæti verið hundrað milljóna virði

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. apríl 2022 07:00

Málverkið sem um ræðir - Mynd: National Trust of Australia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur oft fyrir að fólk finni falinn fjársjóð í geymslurýmum. Það kemur þó ekki á hverjum degi fyrir að umræddur fjársjóður sé 400 ára gamalt málverk sem gæti verið hundrað milljóna virði.

Einmitt það gerðist þó í Ástralíu en þar fannst á dögunum 400 ára gamalt málverk sem talið er að hafi verið málað af syni hollenska meistarans Willem Claesz. Heda, sem er af mörgum talinn vera einn af mögnuðustu málarameisturum Hollands. Gerrit Willemsz. Heda. heitir sonur meistarans en talið er að faðirinn þekkti hafi hjálpað syni sínum við gerð verksins.

Málverkið fannst á meðal 60.000 listaverka sem voru hluti af gjöf til National Trust of Australia. „Þetta er sjaldgæft og gríðarlega spennandi augnablik,“ sagði Julian Bickersteth, framkvæmdastjóri International Conservation Services, fyrirtækisins sem sér um að laga málverkið, í yfirlýsingu sem gefin var út eftir að málverkið fannst.

Í yfirlýsingunni kemur fram að undirskrift sonarins er mjög lík undirskriftinni sem faðir hans setti á málverkin sín. Það er eitt af því sem ýtir undir hugmyndir um að um sé að ræða listaverk eftir þá báða.

Ekki er víst hversu mikils virði nákvæmlega málverkið er en verk eftir Heda hafa verið metin á um 380 til 480 milljónir íslenskra króna.

„Að finna ekta málverk frá 17. öld í geymslurýminu er ekki bara spennandi – ég varð agndofa,“ segir Rebecca Pinchin, forstöðukona National Trust Collections, svo í yfirlýsingunni. Hún fer svo yfir hversu ólíklegt það er að finna verk sem þetta og hversu magnað allt ferlið er búið að vera síðan málverkið fannst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar