fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Afhjúpa áætlanir um kjarnorkuárás á Danmörku

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. apríl 2022 22:00

Orka á við 25 milljarða kjarnorkusprengja! Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski sagnfræðingurinn Steen Andersen fann áætlanir um kjarnorkuárás á Danmörku í kalda stríðs skjalasafninu í Póllandi. Um er að ræða 42 síðna áætlun um hvernig beita skyldi kjarnorkuvopnum gegn Danmörku.

Berlingske skýrði frá þessu. Fram kemur að áætlunin sé frá 1989. Samkvæmt henni átti að skjóta 131 kjarnorkuflaug og sprengjum á Danmörku í upphafi.

Andersen sagði að áætlunin hafi verið gerð af yfirmönnum pólska hersins en það þýði ekki að um pólska áætlun sé að ræða, hún hafi verið sovésk.

Samkvæmt frétt Berlingske átti að skjóta 131 kjarnorkusprengju, annað hvort með eldflaugum eða varpa þeim úr flugvélum, á skotmörk í Danmörku og rétt sunnan við landamærin við Þýskaland.

100 árásir átti að gera með sovéskum Scudflaugum en 31 með flugvélum. Meðal skotmarkanna voru stjórnstöðvar danska hersins á Sjálandi og á Jótlandi.

Kjarnorkuvopn voru geymd í sovéskum herstöðvum í Póllandi. Ef til þess kæmi að ráðist skyldi á Danmörku áttu pólskar hersveitir að fá sprengjurnar afhentar frá sovésku hersveitunum.

Samkvæmt áætluninni átti að hefja aðra umferð árása 50 mínútum eftir þá fyrri. Þá átti að nota 133 kjarnorkusprengjur.

Andersen sagði að þessi áætlun sé frábrugðin öðrum sovéskum árásaráætlunum vegna þeirrar miklu eyðileggingar sem stefnt var að. „Þetta var ekki stríðsáætlun, heldur áætlun um hryðjuverk sem átti að neyða Danmörku og NATÓ til uppgjafar,“ sagði hann í samtali við Berlingske.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Í gær

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni