fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Þýskir veitingastaðir neyðast til að taka franskar kartöflur af matseðlinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 19:30

Franskar kartöflur eru engin hollusta ef þær eru djúpsteiktar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þýskir veitingastaðir hafa neyðst til að taka franskar kartöflur af matseðlinum. Ástæðan er að það er skortur á matarolíu til að steikja kartöflurnar upp úr.

Welt skýrir frá þessu. Fram kemur að veitingastaðurinn Gaffel am Dom í Köln hafi ekki getað verið með franskar kartöflur á matseðlinum síðan 1. apríl. Erwin Ott, eigandi veitingastaðarins, sagði að hér væri ekki um aprílgabb að ræða: „Ég vildi óska að þetta væri aprílgabb,“ sagði hann.

Hann sagði að veitingastaðurinn þurfi um 100 lítra af matarolíu í viku hverri til að geta boðið upp á alla þá rétti sem eru venjulega á matseðlinum. En þessa dagana fær veitingastaðurinn aðeins brot af því magni.

Ástæðan fyrir matarolíuskortinum er stríðið í Úkraínu. Úkraína og Rússland eru einir stærstu framleiðendur matarolíu í heiminum. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Úkraínumenn ekki sent nærri því jafn mikið magn af matarolíu úr landi og fyrir stríð. Það er farið að hafa áhrif í Þýskalandi og mun væntanlega einnig hafa áhrif víðar um heim þegar fram í sækir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Í gær

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni