fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Biden er sagður hafa kallað Rupert Murdoch „hættulegasta mann heims“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 14:30

Rupert Murdoch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri bók er því haldið fram að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hafi sagt Rupert Murdoch, stofnanda Fox News, vera „hættulegasta mann heims“ og að „Fox News væri eitt mesta eyðingaraflið í Bandaríkjunum“.

Þetta segja blaðamennirnir Jonathan Martin og Alexander Burns. CNN segir að samkvæmt því sem kemur fram í bókinni hafi Biden sagt við ónafngreindan mann á miðju síðasta ári að Murdock „væri hættulegasti maður heims“.

Bókin heitir „This Will Not Pass: Trump, Biden, and the Battle for America‘s Future“. Hún kemur út í maí. Í henni er Fox lýst sem straumi þátta sem beinast gegn Biden, kyndi undir efasemdum um bóluefni og breiði út villtar samsæriskenningar um árásina á bandaríska þinghúsið í janúar 2021.

Margir stuðningsmenn Biden hafa afneitað Fox af þessum sökum og kenna Rupert Murdoch og syni hans, Lachlan, sem er stjórnarformaður Fox um að leyfa þáttastjórnendum eins og Tucker Carlson að starfa.

Biden hefur hins vegar aldrei tjáð sig opinberlega um Murdoch og því má reikna með að þau ummæli sem eru eignuð honum í bókinni muni vekja mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld