fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Ofureldgos – Hver er undanfarinn og hvernig er gosið sjálft?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 19:30

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur ofureldfjöll eru á jörðinni. Ekkert þeirra hefur gosið á sögulegum tíma, kannski sem betur fer því gos í slíkum eldfjöllum er ávísun á miklar hamfarir. Ofureldfjallið Toba í Indónesíu gaus fyrir 74.000 árum og Lake Taupo á Nýja-Sjálandi gaus fyrir 26.500 árum.

Einnig er vitað að ofureldfjöll hafa gosið í Yellowstone í Bandaríkjunum og í flóanum við Napólí á Ítalíu en þar búa milljónir manna í dag.

En hver er undanfari ofureldgosa? Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þegar gos í ofureldfjalli er í uppsiglingu ríði jarðskjálftar yfir dögum saman, margra kílómetra langar sprungur opnist og úr þeim stígi síðan öskuský 50 kílómetra upp í himininn.

Öskuskýin berast síðan með vindum um stærsta hluta heimsins. Himinn verður svartur. Glóandi gas- og öskuský þjóta á mörg hundruð kílómetra hraða yfir nærliggjandi svæði. Þau brenna og eyða öllu sem verður á vegi þeirra.

Himininn mun myrkvast og svört, öskumettuð rigning falla til jarðar. Sólarljós nær ekki til jarðar í sama magni og venjulega. Sprengingarnar verða svo öflugar að þær munu heyrast um mest alla jörðina. Margra sentimetra þykkt öskulag mun leggjast yfir víða um heiminn og hver einasta lífvera á jörðinni mun finna fyrir áhrifum gossins.

Hitastig mun lækka, landbúnaður verður fyrir miklum áhrifum, hungursneyð mun skella á og flugumferð leggst af að mestu eða öllu leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Í gær

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni