fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

Rússneskur herforingi skaut sig þegar hann komst að því að 90% skriðdreka hans virkuðu ekki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. mars 2022 05:00

Ónýtur rússneskur skriðdreki nærri Kharkiv í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmenn úkraínska varnarmálaráðuneytisins segja að herforingi í þrettándu skriðdrekadeild rússneska hersins hafi svipt sig lífi með því að skjóta sig þegar hann komst að því að 90% skriðdreka sveitarinnar virkuðu ekki. Megnið af skriðdrekum sveitarinnar höfðu verið tæmdir af verðmætum og þau seld og skriðdrekarnir því óvirkir.

Mirror skýrir frá þessu. Bill Browder, kaupsýslumaður, starfaði lengi í Rússlandi og átti viðskipti þar. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að spilling hafi lamað rússneska herinn. „Ég tel að 80% af framlögunum til hersins sé stolið af rússneskum hershöfðingjum því 80%  af öllum fjárframlögum í Rússlandi er stolið af embættismönnum,“ sagði hann.

Hann sagði að þar sem yfirmenn steli launum af óbreyttum hermönnum þá steli þeir eldsneyti af skriðdrekum til að selja á svarta markaðnum, þannig nái þeir sér í aukatekjur.

Mirror segir að í tilkynningu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu á Telegram komi fram að búið hafi verið að stela ýmsum verðmætum búnaði, sem inniheldur gull og aðra verðmæta málma, úr skriðdrekunum.

Bowder sagði að spillingin nái alveg upp í efstu lög stjórnkerfisins og er þá skemmst að minnast þess að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur sankað miklum auð að sér. Telja sumir að hann eigi allt að 200 milljarða dollara í ýmsum eignum og reiðufé. Ef það er rétt þá er hann næstum jafn auðugur og Elon Musk sem er talinn auðugasti maður heims í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi