fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Tuttugu skotnir til bana á hanaati í Mexíkó

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 20:00

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bænum Las Tinajas í Mexíkó berst hinn valdamikli eiturlyfjahringur Jalisco New Generation við minni glæpagengi um yfirráð yfir flutningsleiðum eiturlyfja. Þessi átök eru talin tengjast morðum á tuttugu manns á leynilegu hanaati í bænum á sunnudaginn.

Blóðug átök glæpagengja hafa staðið lengi yfir í Mexíkó og eru landsmenn orðnir ýmsu vanir í þeim efnum. En morðin á sunnudaginn eru þó meðal þeirra verstu undanfarin ár hvað varðar fjölda látinna.

Sautján karlar og þrjár konur voru skotin til bana að sögn Sky News. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús. Fram kemur að árásarmennirnir virðist hafa verið búnir að skipuleggja ódæðisverkið og hafi komið í flutningabíl, sem hafði verið stolið frá matvælaflutningafyrirtæki. Nokkrir vopnaðir menn hafi stokkið út úr honum og skotið á fólkið.

Saksóknarar segja að strætisvagni hafi verið komið fyrir utan við bygginguna til að koma í veg fyrir að fólk gæti flúið eða kallað á hjálp. Þeir segja að margt bendi til að morðin tengist átökum glæpagengja á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali