fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

Jim Carrey tjáir sig um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni – „Ég hefði krafist 200 milljóna dollara“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn og grínistinn Jim Carrey telur að Will Smith hafi sloppið alltof vel frá því að hafa farið upp á svið á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudaginn og löðrungað Chris Rock. Carrey telur að vísa hefði Smith út af hátíðinni og handtaka hann.

Þetta sagði Carrey í samtali við Gayle King í CBS Mornings sjónvarpsþættinum að sögn The Hill.

Eins og kunnugt er löðrungaði Smith grínistann Chris Rock eftir að hann hafði gert grín að hárleysi eiginkonu Smith. King sagði í þættinum að ef einhver annar hefði gert eitthvað þessu líkt hefði viðkomandi verið leiddur á brott og jafnvel handtekinn. Carrey var þessu sammála og sagði: „Það hefði átt að gera það.“

Jim Carrey. Mynd:Getty

Lögreglan í Los Angeles segir að Chris Rock hafi tilkynnt henni að hann muni ekki kæra Smith.

Carey sagði að Rock vilji ekki standa í þeim erfiðleikum sem fylgja því að kæra: „Um morguninn hefði ég tilkynnt að ég myndi stefna Will og krefjast 200 milljóna dollara því myndbandið (af löðrungnum, innsk. blaðamanns) verður alltaf til staðar. Það verður alltaf nálægt og þessi móðgun mun lifa lengi.“

Will Smith baðst afsökunar á framkomu sinni á mánudaginn en þann sama daga tilkynntu skipuleggjendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar að þeir hafi hafið formlega rannsókn á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi