fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Dularfullt flugslys í Kína í gær – Segja óhugnanleg líkindi með slysinu og slysi í Evrópu fyrir nokkrum árum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 06:59

Þyrla sveimar yfir slysstað í mars. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hrapaði kínversk farþegaþota með 132 um borð til jarðar í Guangxi-héraði. Enginn komst lífs af úr slysinu. Á upptöku úr eftirlitsmyndavél sést að þotan steyptist beint til jarðar og lenti á fjallshlíð. Mikil sprenging varð og eldur í kjölfarið. Sérfræðingur segir óhugnanleg líkindi með slysinu og flugslysi i Evrópu árið 2015.

Vélin, sem fórst í gær, var af gerðinni Boeing 737 og var í eigu China Eastern. Hún tók á loft frá Kunming klukkan 13 að staðartíma og var förinni heitið til Guangzhou. Samkvæmt gögnum frá Flightradar24 þá hrapaði vélin rúmlega 20.000 fet á rúmri mínútu um klukkan 14.20. Hún virðist síðan hafa hækkað flugið í smá stund áður en hún hrapaði aftur hratt til jarðar. Hún skall síðan niður nærri borginni Wuzhou.

The Guardian segir að 123 farþegar hafi verið um boð og 9 áhafnarmeðlimir. Myndir, teknar með dróna, af slysstað sýna djúpan skurð í jarðveginum og nokkra stóra hluta af braki.

Xi Jinping, forseti, sagði í kjölfar slyssins að hraða eigi rannsókn þess en þetta er fyrsta stóra mannskæða flugslysið í Kína síðan 2010.

The Guardian hefur eftir breskum flugmálasérfræðingum að margvíslegar ástæður geti legið að baki slysinu. Tony Cable, sem starfar við rannsóknir á flugslysum, sagði að hugsanlega hafi flugmennirnir misst stjórn á vélinni eða þá að hún hafi ofrisið í mikilli hæð.

Aðrir bentu á að út frá upplýsingum um flug vélarinnar, á vefsíðum sem fylgjast með flugvélum, megi sjá að vélinni hafi verið flogið í sömu hæð og á sama hraða áður en hún hvarf án þess að neyðarkall bærist frá henni. Þeir sögðu að ákveðin líkindi séu með þessari atburðarás og þeirri sem átti sér stað þegar Airbus A320 frá Germanwings fórst í Frönsku ölpunum 2015. Þá flaug flugmaður vélarinnar henni viljandi beint inn í fjallshlíð. Allir 150 sem voru um borð fórust.

David Learmount, ritstjóri hjá Flightglobal, sagði að engar beinar sannanir hafi enn sést en það sé mikið áhyggjuefni hversu mikil líkindi eru með atburðarásinni í Kína í gær og því sem gerðist þegar vél Germanwings var flogið inn í fjallshlíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum