fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Þess vegna viltu ekki heyra flugmenn eða flugliða segja „Jim Wilson“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. mars 2022 10:00

Vél frá American Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú heyrir flugmann eða flugfreyju einhvern tímann segja nafnið „Jim Wilson“ þegar þú ert í flugvél frá American Airlines þá er það líklega ekki vegna þess að þau séu að tala um mann að nafni Jim Wilson. Sú staða getur þó auðvitað komið upp að einhver farþeginn heiti Jim Wilson.

Ladbible segir að „Jim Wilson“ sé einhverskonar dulmál hjá áhöfnum bandaríska flugfélagsins American Airlines sem er stærsta flugfélag heims.

Talið er að nafnið sé sótt til framleiðanda sérstaks vagns sem er notaður til að flytja látið fólk í í flugvélum. Þessi framleiðandi hefur greinilega veitt starfsfólki flugfélagsins innblástur hvað varðar leyniorð fyrir að látin manneskja sé um borð í vélinni og skiptir þá engu hvort um skipulagðan líkflutning er að ræða eða hvort einhver farþeganna látist á leiðinni.

Hjá American Airlines er heil deild sem sér um flutning á látnu fólki og er hún að sögn US Funerals Online kölluð „American Airlines Jim Wilson Service“. Deildin sér um flutning á látnu fólki til 250 borga og bæja í 40 löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg aðgerð Trump – Vill að innflytjendur geri þetta sjálfir

Ótrúleg aðgerð Trump – Vill að innflytjendur geri þetta sjálfir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði