fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Endurskoðunarfyrirtæki Trump segir skilið við hann – Segir ekkert mark takandi á ársreikningum hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 09:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurskoðunarfyrirtækið Mazar hefur ákveðið að slíta samstarfinu við Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, og fyrirtæki hans. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að þeir ársreikningar sem fyrirtækið gerði fyrir Trump síðasta áratuginn séu ekki lengur áreiðanlegir.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að „yfirlýsingar um fjárhagslega stöðu“ sem Trump notaði til að fá lán séu nú til rannsóknar hjá yfirvöldum sem eru að rannsaka fjármál Trump Organization sem er fyrirtækjasamsteypa Trump. Í henni eru um 500 fyrirtæki sem eru annaðhvort í einkaeign Trump eða meirihlutaeigu hans.

Í bréfi sem Mazar sendi samsteypunni 9. febrúar er Trump hvattur til að skýra lánveitendum frá því að fyrrgreindar yfirlýsingar um fjárhagsstöðu, sem gefnar voru út á árunum 2011 til 2020, teljist ekki lengur áreiðanlegar.

Bréfið var gert opinbert í tengslum við rannsókn Letitia James, saksóknara í New York, á hvort Trump hafi ekki skýrt rétt frá fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna þegar hann leitaði eftir lánum og við skattskil.

Í bréfinu frá Mazar segir að ákvörðunin um að vinna ekki lengur fyrir Trump Organization og lýsa fyrri yfirlýsingar um fjárhagsstöðu samsteypunnar ógildar byggist á upplýsingum frá James og upplýsingum frá aðilum innan og utan fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar