fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Dómsdagsspá – Verður fjórfalt meira 2050 og við getum ekki fjarlægt það

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 06:05

Plastmengun er orðin mikil í höfunum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki glæsileg spá sem kemur fram í nýrri skýrslu frá þýsku Alfred Wegener Institute for Polar and Marine Research. Í skýrslunni var farið yfir niðurstöður 2.500 rannsókna á plastmengun. Niðurstaða skýrslunnar er að fram til 2050 getur losun plasts í heimshöfin fjórfaldast og að við getum ekki snúið þessari þróun við.

Skýrslan var unnin fyrir náttúruverndarsamtökin WWF. Í henni er varað við því að um næstu aldamót verði magn örplasts á fimm milljóna ferkílómetra hafsvæði komið yfir hættumörk. En ekki nóg með það því magn örplasts í höfunum gæti hafa fimmtíufaldast fyrir lok aldarinnar.

Örplast getur haft mikil áhrif á fjölda lífvera og meira að segja minnstu svif geta étið þessar öragnir og auðvitað stærstu hvalirnir. Plastið getur því komist inn í alla fæðukeðjuna.

Í skýrslunni er bent á að örplast hafi áhrif á 2.144 dýrategundir og að áhrifin séu mjög mismunandi á milli tegunda. Sumar geta auðveldlega melt það en hjá öðrum veldur það bólgum, hamlar vexti og dregur úr frjósemi þeirra.

Fram kemur að ekki sé hægt að snúa þessari þróun við því ekki sé hægt að fjarlæga örplast og annað plast, sem nú þegar er komið í heimshöfin, úr því. Það sé hægt að fjarlægja plast af ströndum og úr sjónum nærri landi en lengra úti sé það ekki hægt. Mikið af því sekkur til botns eða berst til fjarlægra stranda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar