fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Telja að 50 ára gömul spá um endalok siðmenningarinnar sé að rætast – Kannski óþarfi að gera langtímaáætlanir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 06:00

NASA hefur reiknað út hvenær heimsendir verður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1972 notuðu vísindamenn tölvu til að reikna út hvenær endalok siðmenningarinnar, eins og við þekkjum hana, muni hefjast. Niðurstöðurnar eru kannski óþægilegar að margra mati því við erum komin ansi nærri niðurstöðum útreikninganna.

Það voru vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) sem notuðu margvísleg gögn við útreikningana, til dæmis um mannfjölda, náttúruauðlindir og orkunotkun. Út frá þessum þáttum reiknaði tölva út hvenær hrun samfélagsins muni hefjast.

Niðurstaðan var að hrunið verði nærri miðri öldinni eða nánar tiltekið 2040. Það er því ekki langt í það ef útreikningarnir reynast réttir. Niðurstaða útreikninganna var birt af Club of Rome en þær sýna fram á að hagvöxtur geti ekki haldið endalaust áfram og það muni á endanum leiða til hruns iðnvædds heims.

Rannsóknin var ekki tekin mjög alvarlega á sínum tíma og mikið grín var gert að henni að sögn the Guardian. En árið 2009 gerði annar hópur vísindamanna svipaða rannsókn sem var birt í American Scientist. Niðurstaða hennar var að niðurstöður fyrri rannsóknarinnar væru nær algjörlega að ganga eftir.

Á síðasta ári staðfesti Gaya Herrington, hollenskur sérfræðingur í rannsóknum á sjálfbærni, að niðurstöður rannsóknanna væru réttar. Í samtali við the Guardian sagði Herrington, sem starfar fyrir KPMG endurskoðunarfyrirtækið, að núverandi gögn passi við það sem spáin frá 1972 segir fyrir um. Samkvæmt henni stöðvist hagvöxtur í lok þessa áratugs og um 10 árum síðar hrynji allt saman.

En hún hafði líka góð tíðindi að færa því ein af niðurstöðum rannsóknar hennar er að við höfum enn tækifæri til að bregðast við svo siðmenningin, eins og við þekkjum hana, hrynji ekki til grunna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest