fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Ákall frá ríkasti fólki heims – „Skattleggið okkur!“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 07:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur, sem kallar sig Patriotic Millionaires, vill að ríkasta fólkið greiði hærri skatta en nú er og að bilið á milli ríkra og fátækra minnki. Í hópnum eru 102 auðugar manneskjur sem telja ekki eftir sér að leggja meira af mörkum til að greiða meira af þeim kostnaði sem hefur hlotist af völdum heimsfaraldursins og til að minnka bilið á milli ríkra og fátækra.

Hópurinn birti opið bréf um þetta í síðustu viku að sögn The Guardian. „Við erum milljónamæringar og vitum að núverandi skattkerfi eru ekki réttlát. Flest okkar geta sagt að á meðan heimurinn hefur gengið í gegnum miklar þjáningar síðustu tvö ár þá höfum við séð auð okkar vaxa og fá okkar, ef nokkur, geta í hreinskilni sagt að við greiðum sanngjarna skatta. Til að segja þetta í einföldu máli: Til að endurvekja traust verður að skattleggja þá ríku. Öll ríki heims eiga að krefjast þess að hinir ríku borgi sinn hluta. Skattleggið okkur núna,“ segir meðal annars í bréfinu.

Hópurinn leggur til að tekinn verði upp sérstakur velferðarskattur fyrir ríkasta fólkið og að hann verði notaður til að berjast gegn ójöfnuði og tryggja opinberan rekstur á borð við heilbrigðisþjónustu.

Ef farið væri að tillögum hópsins þá á að skattleggja þá sem eiga meira en 5 milljónir dollara um 2% aukalega á ári. Þeir sem eiga meira en 50 milljónir myndu greiða 3% aukaleg og þeir sem teljast milljarðamæringar í dollurum myndu greiða 5% aukalega. Með þessu væri hægt að bjarga 2,3 milljörðum manna úr viðjum mikillar fátæktar að sögn hópsins.

Í Bretlandi einu myndi skattlagning af þessu tagi á 119.000 ríkustu landsmennina færa ríkissjóði tæplega 44 milljarða punda aukalega í skatttekjur á ári.

Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Abigial Disney, einn erfingja Disneyveldisins, Nick Hanauer og Gemma McGough.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát