fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Enn fækkar barnsfæðingum í Kína – Tíðnin hefur ekki verið lægri í 61 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 07:30

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt um meiriháttar breytingar á ýmsum sviðum til að takast á við sífellt lægri fæðingartíðni í landinu. Meðal þess sem verður gert er að hækka eftirlaunaaldurinn og heimila fólki að eignast þrjú börn.

Á síðasta ári fæddust 10,62 milljónir barna í landinu og 10,14 milljónir landsmanna létust. Fæðingarnar voru því aðeins fleiri en andlátin. Þessar 10,62 milljónir nýrra Kínverja svara til þess að 7,52 börn hafi fæðst á hverja 1.000 landsmenn að sögn hagstofu landsins. Dánartíðnin var 7,18 á hverja 1.000 landsmenn. Fólksfjölgunin var því aðeins 0,34 á hverja 1.000. The Guardian skýrir frá þessu.

Manntal, sem var gert í maí á síðasta ári, leiddi í ljós að Kínverjum hafði fjölgað um 0,53% á milli ára en frá 2000 til 2010 var fjölgunin 0,57%.

Kínverjar glíma líkt og fleiri Asíuþjóðir við lækkandi fæðingartíðni og framtíðarsýn þar sem fólki mun fækka og meðalaldurinn hækka. Tölur hagstofunnar sýna að hlutfall 60 ára og eldri af heildarmannfjöldanum hækkaði úr 18,7% 2020 í 18,9% á síðasta ári.

Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að hækka eftirlaunaaldurinn, heimila hjónum og pörum að eignast þrjú börn en áður hafði þeim verið heimilað að eignast tvö börn frá 2016 eftir áratuga eins barns stefnu. Hár framfærslukostnaður er sagður halda aftur af barneignum sem og sú staðreynd að fólk gengur síðar í hjónaband nú en áður. Einnig kemur lítil félagsleg virkni fólks við sögu. Stjórnvöld hafa reynt að bregðast við þessu með því að banna dýra einkakennslu og heitið betra aðgengi að barnagæslu og bættu fæðingarorlofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju