fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Stórfelldur þjófnaður á pökkum frá Amazon, UPS og FedEx

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 16:00

Pakkarnir eru oft rifnir upp á staðnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórfelldur þjófnaður hefur átt sér stað á síðustu misserum úr járnbrautarlestum í Los Angeles County. Um er að ræða vöruflutningalestir sem flytja meðal annars sendingar frá Amazon, FedEx og UPS. Þjófnaðurinn er orðinn svo umfangsmikill að Union Pacific, eitt stærsta járnbrautalestafélag landsins, segist íhuga að hætta flutningum í gegnum Los Angeles County.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að talsmenn Union Pacific segi að ástæðan fyrir þessari miklu aukningu á þjófnuðum úr lestum í Los Angeles County megi rekja til þess hversu vægt ákæruvaldið tekur á slíkum málum. Segir fyrirtækið að ákvörðun Geroge Gascón, saksóknarar, frá í desember 2020 um breytingu á meðferð mála af þessu tagi sé um að kenna.

Í bréfi sem fyrirtækið sendi saksóknaraembættinu í Los Angeles í desember kemur fram að 160% aukning hafi orðið á þjófnaði úr lestum fyrirtækisins í Los Angeles á einu ári. Einnig kemur fram að öryggisverðir fyrirtækisins hafi haft hendur í hári rúmlega 100 þjófa og skemmdarvarga á þremur síðustu mánuðum ársins í samvinnu við lögregluna í Los Angeles. Eftir handtöku sé fólkinu sleppt innan 24 klukkustunda.

Union Pacific hefur sína eigin lögreglu sem hefur lögsögu yfir rúmlega 50.000 kílómetra lestarteinum félagsins.

CNN segir að aukningu á þjófnaði sé rakin til aukinnar fátæktar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju