fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Óvæntar fréttir af máli Madeleine McCann – Fundu „skelfileg sönnunargögn“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 06:25

Madeilene og Christian Brueckner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan hefur frá því í júní 2020 unnið að rannsókn á tengslum þýska barnaníðingsins Christian B. við hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal í maí 2007. Lögreglan er sannfærð um að Christian B. hafi verið viðriðinn hvarf hennar og hefur sagt að hann hafi myrt hana. En hann hefur ekki enn verið ákærður fyrir aðild að málinu. En nú eru ný og óvænt tíðindi í málinu.

Það er hópur, sem vinnur að gerð heimildarmyndar um hvarf Madeleine, sem hefur afhent lögreglunni ný gögn. Segja þáttagerðarmennirnir að þeir hafi sannanir fyrir því að Christian B. hafi verið nærri Praia da Luz þegar Madeleine hvarf að kvöldi til á meðan foreldrar hennar sátu að snæðingi á nærliggjandi veitingastað.

Það eru þáttagerðarmenn á vegum þýsku sjónvarpsstöðvarinnar Sat 1 sem segjast hafa aflað „margra nýrra vísbendinga“ við gerð myndarinnar. Vísbendingar sem tengi Christian B. við málið. Það eru bæði fréttamenn og fyrrum lögreglumenn sem koma að gerð heimildarmyndarinnar.

Juliane Ebling, aðalritstjóri hjá Sat 1, sagði í samtali við The Sun að mál Madeleine tengist Þýskalandi á marga vegu. Réttað verði í málinu þar í landi og hinn grunaði sé Þjóðverji. Hún sagði að Jutta Rabe, rannsóknarblaðamaður, hafi rannsakað „skelfileg gögn“ í Þýskalandi, Portúgal og Englandi á síðustu mánuðum, gögn sem tengi Christian B. við málið.

Sat 1 hefur ekki viljað skýra frá eðli þessara „skelfilegu sönnunargagna“ og segir að skýrt verði frá þeim í heimildarmyndinni þegar hún verður sýnd en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður.

Christian B. afplánar nú sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa nauðgað 72 ára bandarískri konu í Portúgal 2005. Lögreglan rannsakar einnig hugsanleg tengsl hans við þrjú önnur mál. Eitt þeirra snýst um nauðgun á írskri konu í Portúgal 2004, annað um kynferðisbrot gegn 10 ára stúlku í Portúgal 2007 og það þriðja um kynferðisbrot gegn fjórum börnum á hátíð í Sao Bartolomeu de Messines 2017.

Lögmaður Christian B. segir að skjólstæðingur hans neiti allri aðild að máli Madeleine McCann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt