fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Ný tegund hraðprófa á leið á markaðinn – Öndunarmælir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska fyrirtækið Deep Sensing Algorithms hefur þróað nýja tegund hraðprófa fyrir kórónuveiruna. Nú hefur hraðprófið fengið CE-vottun og því má nú selja það innan ESB.

YLE skýrir frá þessu. CE-vottun er staðfesting á að varan uppfylli þær kröfur sem löggjöf ESB gerir til hennar.

Hraðprófið virkar á svipaðan hátt og öndunarmælar lögreglunnar. Blásið er í lítið tæki þar sem nanóskynjarar greina útöndunarloftið og leita að kórónuveirunni. Tækið sendir síðan upplýsingar í gegnum sérstakt app til forrits sem birtir niðurstöðuna innan 45 sekúndna.

Þetta er fyrsta hraðprófið af þessari tegund sem hefur fengið CE-vottun.

Tæki af þessu tagi munu væntanlega koma sér mjög vel á stöðum þar sem hlutirnir þurfa að ganga hratt fyrir sig, til dæmis á flugvöllum og við landamæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu