fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. janúar 2022 09:00

Vínber eru bráðholl. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætti að vera alveg óhætt að borða svolítið meira af vínberjum. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Kaliforníuháskóla sýna að það getur dregið úr líkunum á hjartaáfalli eða heilablóðfalli að borða vínber á milli mála.

Ástæðan er að vínber, eins og flestir ávextir og grænmeti, eru full af næringarefnum sem hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að vínber séu nánast „ofurfæði“ vegna efna, sem þau innihalda, sem örva bakteríur í þörmunum og lækka blóðfituna.

19 manns á aldrinum 19 til 55 ára tóku þátt í rannsókninni. Fólkið var beðið um að borða 40 vínber á dag. Mataræði þátttakendanna var byggt upp á litlu trefjamagni og pólýfenólum. Þetta mataræði var valið svo vísindamennirnir gætu einbeitt sér að ávinningnum af því að borða vínber.

Eftir tæpan mánuð hafði örveruflóran í þörmum þátttakenda stækkað þannig að þátttakendurnir voru með meira af góðum bakteríum í þörmunum. Magn „slæmu“ blóðfitunnar hafði lækkað um 8% og magn Akkermasia bakteríunnar hafði aukist en hún brennir sykri og blóðfitu.

Metro skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“