fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Þrettán ára drengur grunaður um fyrsta morðið í London á nýju ári

Pressan
Laugardaginn 8. janúar 2022 18:30

Dariusz Wolosz var myrtur þann 4.janúar síðastliðinn í Yiewsley, West Drayton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í London hefur handtekið þrettán ára dreng sem er grunaður um að hafa stungið mann á fimmtugsaldri til bana aðfaranótt 4. janúar síðastliðinn í Yiewsley, West Drayton. Gera breskir fjölmiðlar nokkuð úr því að um hafi verið að ræða fyrsta morð ársins í höfuðborginni.

Sá látni hét Dariusz Wolosz og var 46 ára gamall, ættaður frá Póllandi. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem hafði orðið fyrir stunguárás rétt eftir miðnætti 4.janúar. Tæpum hálftíma síðar var Woloz úrskurðaður látinn og var úrskurðað um að dánarorsök hafi verið vegna stungusárs í brjóstkassa og nára.

„Við teljum að Wolosz hafi orðið fyrir árás hóps manna í kjölfar rifrildis. Hópurinnn hafi svo tvístrast eftir árásina,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Þá kemur fram að fjölskylda Woloz sé harmi sleginn vegna atvikins og allt verði reynt til að styðja þau á erfiðum tímum. Talsverð umferð var á því svæði sem árásin bannvæna átti sér stað og óskaði lögregla eftir aðstoð vegfarenda og hvort að sá möguleiki væri fyrir hendi að mælaborðsmyndavélar hefðu náð upptöku af árásinni.

Þetta er önnur stunguárásin á skömmum tíma í sama hverfi. Þann 30. desember var 16 ára drengur handtekinn fyrir að stinga jafnaldra sinn til bana.

Lýsti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, því yfir að hann væri harmi sleginn vegna árásanna. Hann vottaði fjölskyldum og vinum fórnarlambanna virðingu sína og sagði að hugur sinn væri hjá þeim. Lögreglan myndi fá fullan stuðning til þess að stemma stigu við uppgangi slíkra hnífaárása.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“