fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Pressan

„Við getum ekki bólusett fólk sjötta hvern mánuð“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi var talað um að fólk „hefði lokið bólusetningu“ þegar það var búið að fá tvo skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. En fljótlega kom í ljós að tveir skammtar eru ekki nóg til að sigrast á heimsfaraldrinum því áhrif bóluefnanna dvína með tímanum.

Því var byrjað að gefa svokallaðan örvunarskammt, þriðja skammtinn og í Ísrael er meira að segja byrjað að gefa ákveðnum hópum fjórða skammtinn.

Andrew Pollard, prófessor við Oxford háskóla og einn af þeim sem þróuðu bóluefni AstraZeneca, sagði í samtali við The Telegraph að það sé ekki rétta leiðin að bólusetja fólk á sex mánaða fresti. Það verði að leita annarra leiða. „Við getum ekki bólusett alla heimsbyggðina á sex mánaða fresti. Við neyðumst til að einbeita okkur að áhættuhópum í stað þess að bjóða öllum eldri en 12 ára bólusetningu,“ sagði hann.

Hann telur einnig að það þjóni engum tilgangi að gefa börnum niður í 12 ára aldur örvunarskammt. „En við þurfum frekari gögn til að meta hvenær og hversu oft við eigum að bólusetja áhættuhópa,“ sagði hann.

Í Ísrael er byrjað að bjóða íbúum á dvalarheimilum aldraðra fjórða skammtinn og Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði nýlega í samtali við ZDF sjónvarpsstöðina að Þjóðverjar eigi að fá fjórða skammtinn. Pollard telur að þetta sé ekki rétt leiðin. „Það versta er afstaðið. Við þurfum bara að komast í gegnum veturinn. Á einhverjum tímapunkti verðum við að opna samfélagið alveg á nýjan leik,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband