fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Góðar fréttir fyrir fólk með jarðhnetuofnæmi – Bjóða upp á meðferð

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. janúar 2022 07:30

Sumir eru með alvarlegt ofnæmi fyrir hnetum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk börn geta nú fengið meðferð við jarðhnetuofnæmi en þessi meðferð getur breytt lífi þeirra. Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa gengið frá samningi um slíka meðferð.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að um meðferð/lyf sem nefnist Palforzia sé að ræð. Meðferðin dregur úr einkennum ofnæmisviðbragða við jarðhnetum.

Framleiðendur lyfsins segja að það hjálpi til við að draga úr ofnæmi barna. Lyfið er gefið í smáskömmtum í munn en þannig er ónæmi byggt upp. Börnin fá jarðhnetuprótín, í fyrstu 0,5 milligrömm en síðan er magnið aukið hægt og rólega þar til það nær 6 milligrömmum.

Tvær stórar rannsóknir, sem voru gerðar á meðferðinni, sýna að hún getur létt börnum lífið svo um muna. Sem dæmi má nefna hina níu ára Emily, sem tók þátt, en hún getur nú til dæmis borðað á veitingastöðum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af að hnetur, sem þar eru, geti ógnað lífi hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn