fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Bretar í miklum vanda – Íhuga að kalla herinn til starfa innanlands

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 08:00

Langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar glíma við risavaxið vandamál þessa dagana. Við útgöngu þeirra úr ESB hurfu 25.000 erlendir flutningabílstjórar á brott. Þetta veldur því að illa gengur að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjavörum. Nú er staðan orðin svo alvarleg að ríkisstjórn Boris Johnson íhugar að kalla herinn til starfa og láta hann taka að sér að dreifa olíu, mjólk og öðrum nauðsynjavörum til bensínstöðva og verslana um allt land.

Margar bensínstöðvar eru orðnar uppiskroppa með bensín og hafa bíleigendur hamstrað bensín síðustu daga. Hillur eru tómar í mörgum verslunum og útflytjendur eiga erfitt með að koma framleiðslu sinni frá sér vegna skorts á flutningabílstjórum. Mikill þrýstingur er á ríkisstjórnina um að grípa til aðgerða vegna þessa. Grans Shapps, samgöngumálaráðherra, sagði augljóst að sé staðan þannig að það gagnist að kalla herinn til aðstoðar þá verði það gert.

Segja má að eitruð blanda herji á Breta þessa dagana, Brexit, mikill skortur á náttúrugasi, vaxandi verðbólga og skortur á flutningabílstjórum gera þeim mjög erfitt fyrir. Samkvæmt fréttum breskra miðla í morgun þá er um þriðjungur bensínstöðva orðinn uppiskroppa með bensín. Samtök bensínstöðva sögðu í morgun að 50 til 90% bensínstöðva í landinu séu að verða uppiskroppa með bensín.

Um helgina var tilkynnt að gefin verði út rúmlega 10.000 bráðabirgðaatvinnuleyfi fyrir bílstjóra frá ESB til að bæta ástandið. Gagnrýnendur segja að það dugi engan veginn til, þörf sé á miklu fleiri bílstjórum.

Stórverslanir og bændur hafa mánuðum saman reynt að vekja athygli á að skortur á bílstjórum geti orðið að risastóru vandamáli. Breskir fjölmiðlar hafa sagt að ekki sé útilokað að jólin verði hörmuleg því bæði muni skorta mat og eldsneyti. Fram hefur komið að nú vanti 90.000 flutningabílstjóra til starfa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?