fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Fundu merki um fatanotkun forfeðra okkar fyrir 120.000 árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 18:30

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfæri og bein, sem fundust í helli í Marokkó, eru hugsanlega elstu ummerki þess að fólk hafi búið sér til föt. Beinin og verkfærin eru um 120.000 ára gömul.

Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun The Guardian þá telja vísindamenn sig hafa fundið elstu merki þess að fólk hafi notað fatnað. Þetta fannst í helli í Marokkó. Um er að ræða verkfæri og bein af dýrum sem hafa verið fláð. Þetta þykir benda til að forfeður okkar hafi búið sér til föt fyrir um 120.000 árum.

Emily Hallett, hjá mannkynssögudeild Max Planck stofnunarinnar í Þýskalandi, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar ýti undir fyrri hugmyndir um að forfeður okkar í Afríku hafi verið úrræðagóðir og uppfinningasamir.

Skinn og feldur endist ekki í mörg hundruð þúsund ár og því er erfitt að finna beinar sannanir fyrir notkun fatnaðar forfeðra okkar. En vísindamenn leystu þetta með því að greina erfðaefni fatalúsa. Þær rannsóknir benda til að forfeður okkar hafi byrjað að nota föt fyrir allt að 170.000 árum síðan. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar styðja við þessa kenningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“