fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fundu merki um fatanotkun forfeðra okkar fyrir 120.000 árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 18:30

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfæri og bein, sem fundust í helli í Marokkó, eru hugsanlega elstu ummerki þess að fólk hafi búið sér til föt. Beinin og verkfærin eru um 120.000 ára gömul.

Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun The Guardian þá telja vísindamenn sig hafa fundið elstu merki þess að fólk hafi notað fatnað. Þetta fannst í helli í Marokkó. Um er að ræða verkfæri og bein af dýrum sem hafa verið fláð. Þetta þykir benda til að forfeður okkar hafi búið sér til föt fyrir um 120.000 árum.

Emily Hallett, hjá mannkynssögudeild Max Planck stofnunarinnar í Þýskalandi, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar ýti undir fyrri hugmyndir um að forfeður okkar í Afríku hafi verið úrræðagóðir og uppfinningasamir.

Skinn og feldur endist ekki í mörg hundruð þúsund ár og því er erfitt að finna beinar sannanir fyrir notkun fatnaðar forfeðra okkar. En vísindamenn leystu þetta með því að greina erfðaefni fatalúsa. Þær rannsóknir benda til að forfeður okkar hafi byrjað að nota föt fyrir allt að 170.000 árum síðan. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar styðja við þessa kenningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“