fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Mæðgur ákærðar fyrir morð á þekktum áhrifavaldi – Sprautuðu silíkoni í rasskinnarnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 22:30

Libby og Alicia. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgurnar Libby Adame, 51 árs, og Alicia Galaz, 33 ára, hafa verið ákærðar fyrir morð á áhrifavaldinum Karissa Rajpaul, 26 ára, fyrir nokkrum vikum. Þær sprautuðu sílikoni í rasskinnar hennar og varð það henni að bana.

KCAL9 skýrir frá þessu. Fram kemur að mæðgurnar hafi boðið upp á „fegrunaraðgerðir“ á afturendum fólks á heimili sínu í Los Angeles. Rajpaul ákvað að nýta sér þessa þjónustu til að láta stækka rass sinn. Mæðgurnar dældu fljótandi silíkoni í rasskinnar hennar og lýsti Rajpaul þessu öllu á samfélagsmiðlum.

Mæðgurnar eru ekki með nein leyfi til að stunda aðgerðir af þessu tagi. Fljótandi silíkon getur blandast við blóð og valdið blóðtöppum. Rajpaul lést samdægurs á sjúkrahúsi í kjölfar aðgerðarinnar af völdum hjartavandamála.

Mæðgurnar lögðu á flótta undan lögreglunni en í byrjun ágúst hafði lögreglan uppi á þeim og handtók.

Þær eru sagðar hafa aflað sér viðskiptavina í gegnum Instagram og hafi stundað ólöglegar „fegrunaraðgerðir“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa