fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 22. september 2021 22:00

Sabina Nessa og almenningsgarðurinn þar sem talið er að morðið hafi verið framið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sabina Nessa, 28 ára gamall kennari, var myrt af ókunnugum aðila í almenningsgarði nálægt heimili hennar í London, Englandi. Maður sem var á göngu með hund fann lík hennar undir hrúgu af laufum. Lögreglan á svæðinu hefur handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa framið morðið síðastliðið föstudagskvöld.

Zubel Ahmed, frændi hennar, ræddi við fréttastofu ITV um málið í dag. „Það var ráðist á hana þegar hún var á leiðinni heim, hún var fimm mínútum í burtu frá heimili sínu og hún var að ganga leiðina sem hún hefur farið síðustu vikur,“ sagði Ahmed og bætti við að hún hefði alltaf gengið í vinnuna sína og úr henni.

„Hún ætlaði að fara og hitta fjölskyldu sína um helgina og… hún gat ekki einu sinni séð þau í síðasta skipti.“

Ahmed lýsti frænku sinni í viðtalinu og sagði að hún væri yndisleg manneskja. „Hún var falleg, góð og með umhyggjusama sál.“

Þá sagði hann að fjölskylda hennar væri í sárum og nái ekki utan um það hvernig einhver getur gert svona lagað. „Við fórum og hittum foreldra hennar, þau voru óhuggandi. Þetta er versta leiðin fyrir einhvern til að deyja,“ sagði hann.

„Hættið að segja okkur að við séum að gera of mikið úr hlutunum“

Morðið á Nessa hefur vakið úlfúð hjá fólki enda hefur morðum á konum í almannarýmum í London fjölgað á undanförnum mánuðum. Mótmælendur krefjast þess nú aðgerða og að almennilega verði tekið á ofbeldi gegn konum. „Þetta er ástæðan fyrir því að við göngum ekki þangað sem okkur langar þegar okkur langar að gera það,“ segir til að mynda í yfirlýsingu frá Our Streets Now samtökunum vegna málsins.

„Þetta er ástæðan fyrir því að við verðum stressaðar þegar við heyrum í bíl að koma eða í manni sem gengur yfir götuna í áttina að okkur. Þetta er ástæðan fyrir því að 1 af hverjum 5 stelpum hefur forðast menntunarstað sinn. Vinsamlegast, hættið að segja okkur að við séum að gera of mikið úr hlutunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi