fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Stórhuga Kínverjar – Ætla að smíða eins kílómetra langt geimfar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. september 2021 17:00

Soyuz geimförin verða eins og peð við hlið nýja geimfarsins. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar eru svo sannarlega stórhuga hvað varðar geimferðir og geimrannsóknir. Nú hafa þeir í hyggju að smíða geimfar sem er einn kílómetri að lengd. Þetta hljómar eins og eitthvað sem á betur við í vísindaskáldsögu en er engu að síður satt.

Hópur kínverskra vísindamanna vinnur nú að því að hanna slíkt geimfar en ef þeim tekst ætlunarverk sitt mun það gjörbreyta geimferðum mannkynsins. Geimfar af þessari stærð gæti hjálpað til við rannsóknir á plánetum utan sólkerfisins eða við flutning á fólki og búnaði til Mars.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir John Leif Jørgensen, prófessor við DTU Space, að hugmyndir Kínverja séu ekki bara skot út í loftið. „Þetta er mjög gott verkefni því þróunin er í þessa átt. Það lítur út fyrir að þeir ætli strax að hefjast handa við að smíða litla frumgerð og risastór geimför verða örugglega hluti af geimferðaáætlunum framtíðarinnar,“ sagði hann.

„Sumt af því sem við viljum helst geta gert úti í geimnum krefst þess að við finnum út úr því hvernig við getum smíðað og sett saman risastór geimför. Ef Kínverjum tekst þetta mun það veita þeim mikið forskot, skiptir þá engu hvort geimfarið verður „bara“ 700 metrar eða kílómetri, eins og þeir vona,“ sagði Jørgensen.

Hvað varðar notkunarmöguleika svona stórs geimfars þá sagði hann að til dæmis sé hægt að nota það til að flytja enn stærri og betri geimsjónauka út í geim. Með þeim verði hægt að skoða fjarlægar plánetur enn betur og leita að lífi utan sólkerfisins.

Annað verkefni sem svona stór geimför geta annast er að flytja fólk og búnað til Mars þegar við erum tilbúin til að senda fólk til plánetunnar.

Geimfar af þessari stærð verður væntanlega kjarnorkuknúnið og því er mikilvægt að geimfarið sé mjög langt til að geimfararnir þurfi ekki að vera of nærri hreyflunum vegna hættu á geislavirkni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi