fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Philip prins tekur leyndarmálið með sér í gröfina

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 06:05

Philip prins. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur í Lundúnum úrskurðaði í gær að erfðaskrá Philip prins, eiginmanns Elísabetar II drottningar, verði ekki gerð opinber fyrr en eftir 90 ár hið minnsta. Þetta er gert til að vernda einkalíf konungsfjölskyldunnar.

Almennt eru erfðaskrár opinber gögn í Bretlandi en það á ekki við í þessu tilfelli. Samkvæmt úrskurði dómstólsins verður erfðaskráin varðveitt innsigluð næstu 90 árin hið minnsta og fær almenningur ekki aðgang að henni né fjölmiðlar.

Úrskurðurinn byggist á lagaákvæði frá 1910 um erfðaskrár konungsfjölskyldunnar.

Í úrskurðarorði segir að þörf sé á að vernda einkalíf konungsfjölskyldunnar til að tryggja virðingu drottningarinnar og nánustu ættingja hennar.

Ekki verður gert afrit af erfðaskránni sem verður geymd á leynilegum stað.

Philip lést í aprí 99 ára að aldri. Hann og Elísabet höfðu verið gift í um sjötíu ár þegar hann lést. Útför hans fór fram frá St. Georges kapellunni í Windsorkastala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins