fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Ástralar fá kjarnorkukafbáta – Hluti af samningi um nýtt bandalag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 23:00

USS Pennsylvania kjarnorkukafbátur Bandaríkjahers. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin, Bretland og Ástralía hafa myndað nýtt varnarbandalag sem á að tryggja öryggi í Kyrrahafi og Indlandshafi. Leiðtogar ríkjanna þriggja sömdu um þetta á mánudaginn en þá funduðu þeir í gegnum fjarfundabúnað.

Kínverjum hugnast þetta nýja bandalag illa og segja stofnun þess bera vott um „kaldastríðshugsunarhátt“.

Varnarbandalagið hefur fengið heitið Aukus. Í samningi ríkjanna felst meðal annars að Ástralar munu koma sér upp flota kjarnorkuknúinna kafbáta.

Á síðustu árum hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Kína farið vaxandi. Ríkin eru ósammála um málefni Taívan og Suður-Kínahaf en þar deila Kínverjar við mörg ríki um yfirráð yfir hafsvæðinu.

Í yfirlýsingu ríkjanna þriggja er Kína ekki nefnt einu orði en fáum dylst að bandalaginu er beint gegn þeim. Ríkin ætla að deila tækninýjungum sín á milli, meðal annars hvað varðar netöryggi, gervigreind og landdrægar eldflaugar.

Ástralar munu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum og eru það nokkur tíðindi því Bandaríkin hafa fram að þessu ekki viljað selja öðrum þjóðum, nema Bretum, kjarnorkukafbáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“