fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 23:00

Mynd: Pixabay - Mynd tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

38 ára gamall faðir er í öngum sínum með nýja nágranna sinn og leitaði því hjálpar hjá ráðgjafa The Sun í hjálpardálki blaðsins sem gengur undir nafninu Dear Deidre. „Í fyrra fengum við nýjan nágranna og í upphafi áttum við í góðu sambandi við hann,“ segir faðirinn í bréfinu sem hann sendi til The Sun.

Nágranninn er á sextugsaldri og er einhleypur. Faðirinn komst nýlega að því eftir að hafa lesið gamlar fréttir að þessi nýji nágranni er barnaníðingur. „Hann er dæmdur barnaníður sem sat inni í fangelsi í 7 ár fyrir glæpi sína,“ segir faðirinn.

„Ég er 38 ára, eiginkona mín er 35 ára og við eigum tvær dætur sem eru 11 og 7 ára gamlar,“ segir faðirinn sem hefur áhyggjur af dætrum sínum. „Það býr önnur fjölskylda á móti okkur og þau eru í góðu sambandi við þennan nýja nágranna.“

Faðirinn heyrði í lögreglunni til að fá frekari upplýsingar um nágranna sinn. Lögreglan veitti þær upplýsingar en benti honum á að hann mætti ekki deila upplýsingunum sem hann fékk hjá þeim með neinum öðrum, annars gæti hann átt í hættu að vera kærður.

„Við viljum ekki að þetta verði að stórmáli en okkur líður eins og við ættum að láta vini okkar sem búa á móti okkur vita af þessu.“

Deidre svarar bréfinu og kemur með sín ráð. „Öryggi barna þinna og annarra munu alltaf vera í forgangi. Þú mátt ekki deila upplýsingunum sem þú fékkst frá lögreglunni með neinum öðrum en það er ekki bannað að deila því sem þú komst að sjálfur í gegnum fréttirnar.“

Þá segir Deidre að það sé skiljanlegt að faðirinn vilji láta vini sína vita af þessu en að það sé best að hann fari ekki með þetta lengra. Hún segir það vera vegna þess að það sé öruggast þegar barnaníðingar halda sig á sínum stað því þá veit lögreglan af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“