fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 23:00

Mynd: Pixabay - Mynd tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

38 ára gamall faðir er í öngum sínum með nýja nágranna sinn og leitaði því hjálpar hjá ráðgjafa The Sun í hjálpardálki blaðsins sem gengur undir nafninu Dear Deidre. „Í fyrra fengum við nýjan nágranna og í upphafi áttum við í góðu sambandi við hann,“ segir faðirinn í bréfinu sem hann sendi til The Sun.

Nágranninn er á sextugsaldri og er einhleypur. Faðirinn komst nýlega að því eftir að hafa lesið gamlar fréttir að þessi nýji nágranni er barnaníðingur. „Hann er dæmdur barnaníður sem sat inni í fangelsi í 7 ár fyrir glæpi sína,“ segir faðirinn.

„Ég er 38 ára, eiginkona mín er 35 ára og við eigum tvær dætur sem eru 11 og 7 ára gamlar,“ segir faðirinn sem hefur áhyggjur af dætrum sínum. „Það býr önnur fjölskylda á móti okkur og þau eru í góðu sambandi við þennan nýja nágranna.“

Faðirinn heyrði í lögreglunni til að fá frekari upplýsingar um nágranna sinn. Lögreglan veitti þær upplýsingar en benti honum á að hann mætti ekki deila upplýsingunum sem hann fékk hjá þeim með neinum öðrum, annars gæti hann átt í hættu að vera kærður.

„Við viljum ekki að þetta verði að stórmáli en okkur líður eins og við ættum að láta vini okkar sem búa á móti okkur vita af þessu.“

Deidre svarar bréfinu og kemur með sín ráð. „Öryggi barna þinna og annarra munu alltaf vera í forgangi. Þú mátt ekki deila upplýsingunum sem þú fékkst frá lögreglunni með neinum öðrum en það er ekki bannað að deila því sem þú komst að sjálfur í gegnum fréttirnar.“

Þá segir Deidre að það sé skiljanlegt að faðirinn vilji láta vini sína vita af þessu en að það sé best að hann fari ekki með þetta lengra. Hún segir það vera vegna þess að það sé öruggast þegar barnaníðingar halda sig á sínum stað því þá veit lögreglan af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik