fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Gámaskip tapa gámum sem aldrei fyrr

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 07:30

Flutningskostnaður hefur hækkað mikið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill fjöldi gámaskipa siglir um heimshöfin dag hvern en þessa dagana þá tapa þau gámum sem aldrei fyrr. Á þriggja mánaða tímabili í kringum síðustu áramót misstu þau að minnsta kosti 3.500 gáma í Kyrrahafið en þeir gætu raunar hafa verið fleiri því engar kröfur eru gerðar um að gámar, sem tapast, séu skráðir.

Ingeniøren skýrir frá þessu. Frá 2008 hafa að meðaltali 1.400 gámar tapast árlega að sögn World Shipping Council. En í kringum síðustu áramót var byrjað að tilkynna um óvenjulega mikinn fjölda gáma sem datt útbyrðis. Þetta gerðist á sama tíma og eftirspurn eftir gámaflutningum jókst mikið en í kringum síðustu áramót jókst innflutningur á gámum til Bandaríkjanna um 30% miðað við árið á undan.

„Öll keðjan og starfsfólkið er undir miklu álagi vegna eftirspurnar og afleiðinga heimsfaraldursins. Allt sem getur flotið siglir núna,“ segir Alan Murphy, hjá greiningarfyrirtækinu SeaIntelligence.

Tryggingafélög, skipasmíðastöðvar og öryggissérfræðingar vara við því að leiðbeiningar um hleðslu gámaskipa hafi ekki fylgt þróuninni í stærð þeirra og fjölda gáma en nú er þeim staflað allt að níu ofan á hver annan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól