fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Trump hrósaði Talibönum – Sagði þá „duglega“, „sterka“ og „góða“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 06:01

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegu viðtali við Fox News ræddi Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, um valdatöku Talibana í Afganistan og er óhætt að segja að viðtalið hafi vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem Talibönum er hrósað.

„Það sem er að gerast í Afganistan er ótrúlegt og við erum blekkt af mjög sterkum mönnum sem eru duglegir samningamenn sem hafa barist í þúsund ár og hjá þeim snýst allt um að semja,“ sagði Trump. „Talibanar eru góðir bardagamenn, það get ég sagt. Góðir í að berjast. Það verður að hrósa þeim fyrir það. Þeir hafa barist í þúsund ár og það er það sem þeir gera: Þeir berjast.“

„Talibanar hafa umkringt flugvöllinn og hver veit hvort þeir muni koma vel fram við okkur? Ef þeir eru snjallir, og þeir eru snjallir, þeir eru snjallir, þá munu þeir leyfa Bandaríkjamönnum að komast í burtu,“ sagði forsetinn fyrrverandi einnig.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar jákvætt um Talibana en það gerði hann einnig á síðasta ári þegar hann samdi við þá um brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan.

Ben Rhodes, stjórnmálaskýrandi hjá Msnbc sjónvarpsstöðinni, tjáði sig um orð Trump í kjölfar viðtalsins við Fox News: „Það er auðvelt að sjá fáránleikann í mörgu af því sem hann gerði þegar hann var í Hvíta húsinu – til dæmis að vilja bjóða Talibönum til Camp David. En í raun er það þessi samningur hans sem setti af stað þá atburðarás sem hefur orsakað þá stöðu sem nú er uppi. Sú staðreynd að hann hrósar Talibönum og talar um að þeir hafi verið hér í 1.000 ár styrkir enn frekar þá tilfinningu að hann hafi ekki minnstu hugmynd um hvað hann gerði.“

Eins og flestum er væntanlega kunnugt eru Talibanar ekki 1.000 ára gömul samtök því þau voru stofnuð í september 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks