fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Henri hefur tekið landi á Rhode Island – Mörg hundruð þúsund manns án rafmagns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 06:18

Áhrifa Henri gætti í Queens í New York í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabeltisstormurinn Henri tók land á Rhode Island í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðartíma. Að sögn bandarísku fellibyljastofnunarinnar NHC tók hann land nærri bænum Westerly. Vindhraðinn mældist 95 km/klst og úrhellisrigning fylgdi með.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla þá eru mörg hundruð þúsund manns nú án rafmagns og mörg þúsund heimili eru einnig án vatns. Dan McKee, ríkisstjóri í Rhode Island, sagði í gær að hann reikni með að afleiðingar óveðursins verði alvarlegar, til dæmis rafmagnsleysi og flóð. Heldur dró úr styrk Henri í gær og var hann færður úr flokki fellibylja niður í hitabeltisstorm.

Reiknað er með að áfram muni draga úr styrk hans en rigning og flóð munu ógna norðausturhluta Bandaríkjanna fram á kvöld.

Joe Biden, forseti, sagði að staðan væri alvarleg vegna þess hversu öflugur Henri er og þeirra miklu úrkomu sem honum fylgir.

35 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið viðvörun um yfirvofandi flóð vegna Henri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali