fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Átta ára drengur á dauðadóm yfir höfði sér fyrir guðlast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 22:30

Pakistanska lögreglan er með drenginn í gæslu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta ára drengur, sem er hindúi, er í haldi lögreglunnar í austurhluta Pakistan en hann hefur verið kærður fyrir guðlast og á dauðadóm yfir höfði sér. Lögreglan er með drenginn í haldi þar sem óttast er um öryggi hans. Fjölskylda hans er í felum og margar hindúafjölskyldur í Rahim Yar Khan, í Punjab, hafa flúið heimili sín í kjölfar árása æstra múslima á Hindúahof í síðustu viku eftir að drengurinn var látinn laus gegn tryggingu. Hermenn voru sendir á svæðið til að halda uppi lögum og reglum.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að drengurinn sé sakaður um að viljandi kastað af sér vatni á teppi á bókasafni þar sem rit um trúarleg efni eru geymd. Þetta á hann að hafa gert í síðasta mánuði. Ákærur fyrir guðlast geta haft dauðadóm í för með sér.

Lögmönnum og sérfræðingum í lögum er mjög brugðið vegna kærunnar á hendur drengnum en aldrei áður hefur nokkur svo ungur verið kærður fyrir guðlast í Pakistan.

Lög um guðlast hafa mikið verið notuð gegn minnihlutahópum í Pakistan. Enginn hefur verið tekinn af lífi fyrir guðlast síðan dauðarefsing var tekin upp fyrir slík brot 1986 en æstur múgur ræðst oft á og drepur fólk sem er sakað um guðlast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum