fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Neyðarástand yfirvofandi í Tókýó – Rétt um hálfur mánuður í Ólympíuleikana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 06:10

Ólympíuleikarnir fóru síðast fram í Tókýó. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt stefnir í að neyðarástandi verði lýst yfir í Tókýó frá 12. júlí til og með 22. ágúst vegna nýrrar bylgju kórónuveirunnar. Yasutoshi Nishimura, efnahagsráðherra, skýrði frá þessu í dag en hann stýrir baráttu stjórnvalda við heimsfaraldurinn.

Reiknað er með að ákvörðunin verði tilkynnt formlega síðar í dag og að í framhaldinu verði boðað til fréttamannafundar með Yoshihide Suga, forsætisráðherra.

Ekki liggur fyrir hvort þessi ákvörðun mun hafa í för með sér að algjörlega verði tekið fyrir að áhorfendur fái að vera viðstaddir keppni á Ólympíuleikunum sem hefjast þann 23. júlí og standa yfir til 8. ágúst.

Nú þegar hefur verið ákveðið að erlendir áhorfendur fái að sækja leikana og einnig var búið að ákveða að aðeins megi nýta helming þeirra sæta sem eru í boði hverju sinni, þó að hámarki 10.000.

Reiknað er með að ákvörðun um hvort áhorfendur fá að sækja leikana verði tekin í dag eða á morgun. Læknisfræðilegir ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa vikum saman sagt að áhættuminnsta lausnin sé að meina áhorfendum að sækja leikana, einnig Japönum.

Japanskur almenningur hefur miklar áhyggjur af að ný bylgja faraldursins skelli á nú þegar mörg þúsund íþróttamenn og aðrir, sem tengjast leikunum, streyma til landsins.

Í gær greindust 920 smit í landinu og hafa þau ekki verið fleiri á einum degi síðan í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar