fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Segir vaxandi ógn stafar af öfgasinnuðum andstæðingum fóstureyðinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 09:30

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anu Kumar, forseti Ipas, sem eru samtök sem berjast fyrir aðgengi kvenna að getnaðarvörnum og fóstureyðingum um allan heim, segir að herská samtök andstæðinga fóstureyðinga í Bandaríkjunum færist í aukana og ógn stafi af þeim.

Kumar segir að bandarísku hreyfingarnar séu orðnar öfgasinnaðri en áður og vinni nú að því að dreifa hugmyndafræði sinni um allan heim.

Ummælin féllu í kjölfar frétta um að herská samtök andstæðinga fóstureyðinga, sem styðja jafnframt frjálsa skotvopnaeign, reyni að sækja konur til saka sem fara í fóstureyðingu og kæra þær fyrir morð. Samtök af þessu tagi hasla sér sífellt meiri völl í Bandaríkjunum og seilast til áhrifa hvað varðar lagasetningar.

Kumar sagði að á tíunda áratugnum hafi samtök á borð við Operation Rescue og Operation Save America verið ansi ofbeldisfull. Nú séu jafnvel enn öfgafyllri og ofbeldisfyllri samtök starfandi. Þetta séu samtök sem berjist gegn réttindum mæðra.

Frá því að Donald Trump lét af embætti forseta hafa Repúblikanar víða í Bandaríkjunum séð til þess með lagasetningum að árið 2021 er það fjandsamlegast til þessa hvað varðar aðgengi kvenna að fóstureyðingum en þær voru heimilaðar á landsvísu 1973.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi