fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Krefjast sýknu eftir árásina á bandaríska þinghúsið – Kenna samsæriskenningum um

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 08:00

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þeirra sem hafa verið ákærðir fyrir þátttöku í árás stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið í Washington þann 6. janúar  síðastliðinn vonast til að verða sýknaðir af ákæru um þátttöku í árásinni. Þeir vonast til að dómstólar taki tillit til þess að þeir hafi ekki vitað betur.

Þrír verjendur, hið minnsta, hafa sagt að þeir muni byggja málsvörnin á því að Trump hafi miðlað samsæriskenningum og röngum upplýsinga til þeirra. Þeir vonast til að það muni forða skjólstæðingunum frá ákæru að þeir voru svo auðtrúa og trúðu orðum Trump.

Verjendurnir telja að þeir sem dreifa röngum upplýsingum og samsæriskenningum beri jafn mikla ábyrgð á árásinni og þeir sem tóku þátt í henni. „Ég hljóma eins og fábjáni núna en ég trúði honum algjörlega,“ sagði Anthony Antonio, einn hinna ákærðu, í samtali við AP. Hann sagði að honum hafi leiðst í heimsfaraldrinum og hafi horft mikið á fréttir á íhaldssömum og hægrisinnuðum sjónvarpsstöðvum og á samfélagsmiðlum. „Þeir stóðu sig vel í að sannfæra fólk,“ sagði hann einnig.

Alls hafa um 400 manns verið ákærðir fyrir þátttöku í árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann