fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Pressan

Kynlífssveltir kvenhatarar verða sífellt fyrirferðarmeiri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofbeldisfullar árásir, gerðar af körlum sem hata konur, færast sífellt í aukana. Þetta eru árásir sem eru tengdar við samfélag þessara karla á netinu en það kallast „incel-hreyfingin“ en þetta samfélag hefur farið stækkandi í Bandaríkjunum og Kanada.

Á síðustu fimm árum hafa karlmenn, sem tengjast incel-hreyfingunni, staðið á bak við 47 morð, flest fórnarlömbin voru konur. Dæmt var í einu málanna í mars en þá var Kanadamaðurinn Alek Minassian fundinn sekur um morð eftir að hafa ekið vöruflutningabíl inn í mannhaf í einni fjölförnustu götunni í Toronto. Hann varð 10 að bana og særði 16. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að reiði Minassian út í konur hafi verið einn af þáttunum sem rak hann til að fremja ódæðisverkið. Áður en hann lét til skara skríða skrifaði hann færslu á Facebook þar sem hann hyllti Elliot Rodger, sem nú er látinn, fyrir að hafa drepið 6 og sært 14 í The Isla Vista í Kaliforníu árið 2014. Rodger er af sumum kallaður „Incel-kóngurinn“.

Í yfirheyrslu hjá lögreglunni sagði Minassian að hann hafi notað vöruflutningabifreiðina sem vopn og að hann vonaðist til að hafa orðið öðrum hvatning til að fremja árásir. Þegar hann var spurður hvernig honum liði með að hafa drepið 10 manns, svaraði hann: „Mér finnst ég hafa náð markmiði mínu.“

Hvað er incel?

Incel er stytting á „involuntary celibate“ sem þýðir ósjálfviljugt skírlífi. Incel-hreyfingin er hluti af stærra neti netsamfélaga þar sem körlum, aðallega, er innrætt að hata konur. Hreyfingin var stofnuð af hinsegin konunni Alana sem lýsti hversu ergjandi það væri að finna sér ekki kynlífsfélaga þegar hún var á þrítugsaldri. Úr varð félagsskapur þar sem fólk gat deilt svipuðum reynslusögum.

Incel er manneskja sem er pirruð yfir að geta ekki stofnað til ástar- eða kynlífssambands við konur. Öfgasinnaðir incels hata konur og karla sem eru taldir eiga góðu gengi að fagna í samskiptum við konur. Incels spjalla saman á spjallrásum eins og 4chan, Reddit eða 8kun og þar tala þeir niðrandi um konur og styðja hvern annan í að það sé í lagi að áreita og ofsækja konur og í versta falli drepa þær.

Incels í Evrópu

Á netinu getur fólk verið nafnlaust og því er erfitt að festa reiður á hversu margir incels eru orðnir öfgafullir, hverjir þeir eru og hvenær þeir munu hugsanlega gera árásir.

Mest hefur borið á incels í Bandaríkjunum og Kanada en einnig eru dæmi um slíkt í Evrópu. Í tveimur réttarhöldum, tengdum hryðjuverkum, í Bretlandi var rætt um hvort gerendur hefðu verið undir áhrifum hugmyndafræði incel.

Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar frá á síðasta ári er fjallað um tengsl norrænna karlmanna við samfélög kvenhatara á netinu. Skýrslan heitir „The Angry Internet“. Á grunni 100.000 færslna og athugasemda á 4chan, 8chan og Reddit var komist að þeirri niðurstöðu að 850 norrænir karlmenn séu virkir í netsamfélögum kvenhatara. Ekkert fannst sem bendir til að norrænir karlar hyggist fremja ódæðisverk eins og sést hafa í öðrum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Faraldur óþekktrar iðrasýkingar í Norður-Kóreu

Faraldur óþekktrar iðrasýkingar í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Öruggustu rafmyntir heims gætu verið tifandi tímasprengjur

Öruggustu rafmyntir heims gætu verið tifandi tímasprengjur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk geti lækkað vegna hlýnandi veðurfars

Segir að fólk geti lækkað vegna hlýnandi veðurfars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét flúra strigaskó á fæturna – „Þreyttur á því að borga“

Lét flúra strigaskó á fæturna – „Þreyttur á því að borga“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“